Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. janúar 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tímamót hjá Landmælingum

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra í heimsókn hjá Landmælingum
Hjá Landmælingum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra heimsótti Landmælingar Íslands í gær þegar haldið var upp á að tíu ár eru frá því að starfssemin var flutt á Akranes. Umhverfisráðherra afhenti meðal annars leikskólabörnum frá Akraseli viðurkenningu fyrir verkefni sem þau unnu um Ísland. Þá afhenti ráðherra starfsmönnum Fjöliðjunnar á Akranesi veggkort sem þakklætisvott fyrir góða og árangursríka samvinnu við innlímingu korta á tímabilinu 1999-2006. Talið er að um 400 manns hafi heimsótt Landmælinga Íslands og kynnt sér starfsemina þennan dag.

Heimasíða Landmælinga Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum