Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. febrúar 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Úrræði ríkisstofnana á samdráttartímum

Morgunverðarfundur forstöðumanna og stjórnenda var haldinn af fjármálaráðuneyti og Félagi forstöðumanna ríkisstofnana miðvikudaginn 18. febrúar 2009 á Grand Hótel Reykjavík.

Morgunverður var frá kl. 8:00 og fundur hófst 8:30 og stóð til 11:00. Fundurinn var í boði fjármálaráðuneytis. Ekki þurfti að tilkynna fyrirfram um þáttöku. Fundurinn var ætlaður forstöðumönnum ríkisstofnana og millistjórnendum sem koma að fjármála- rekstrar- og starfsmannastjórn. Fundarstjóri var Haukur Ingibergsson formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Að loknum framsögum var tími fyrir spurningar og svör.

Tilgangur fundarins var að gera grein fyrir stöðu ríkissjóðs, fjalla um hvaða aðgerðir séu mögulegar í rekstri stofnana til að mæta samdrætti á fjárlögum og til hvaða úrræða forstöðumenn og helstu stjórnendur stofnana geta gripið til í rekstri við núverandi aðstæður með sérstakri áherslu á starfsmanna- og launamál.

Dagskrá fundarins var sem hér segir:

08:30 Setning: Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra
08:40 Staða ríkissjóðs og stefna í ríkisbúskapnum næstu ár: Indriði H. Þorláksson settur ráðuneytisstjóri.
09:00 Rekstur, stefnumótun og forgangsröðun (PDF 63 KB): Arnar Másson stjórnmálafræðingur, fjárreiðu- og eignaskrifstofu.
09:25 Lagarammi stjórnsýslu- og starfsmannalaga (PDF 125 KB): Björn Rögnvaldsson lögfræðingur, starfsmannaskrifstofu.

09:45 KAFFIHLÉ.

10:00 Mögulegar breytingar á launum starfsmanna (PDF 212 KB): Guðmundur H. Guðmundsson sérfræðingur, starfsmannaskrifstofu.
10:25 Kjara- og stofnanasamningar, skorður og sveigjanleiki (PDF 99 KB): Gunnar Björnsson skrifstofustjóri, starfsmannaskrifstofu.
10:45 Spurningar og svör, inngangur (PDF88 KB): Ásta Lára Leósdóttir sérfræðingur, starfsmannaskrifstofu.
11:00 Fundarlok.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum