Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. febrúar 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð stýrihóps um velferðarvakt frá 27. febrúar 2009


Mætt: Lára Björnsdóttir formaður (LB) fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, Eiríkur Jónsson (EJ) tiln. af KÍ, Guðríður Ólafsdóttir tiln. af ÖBÍ og Þroskahjálp, Garðar Hilmarsson (GÓ) tiln. af BSRB, Vilborg Oddsdóttir (VO) tiln. af Biskupsstofu, Björn Ragnar Björnsson (BRB) tiln. af fjármálaráðuneyti, Guðrún Sigurjónsdóttir (GS) tiln. af heilbrigðisráðuneyti, Margrét Sæmundsdóttir tiln. af viðskiptaráðuneyti, Stefán Stefánsson (StSt) tiln. af menntamálaráðuneyti, Kristján Sturluson (KS) tiln. af Rauða krossi Íslands, Stella K. Víðisdóttir (SKV) tiln. af Reykjavíkurborg, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson (GRS) tiln. af Sambandi ísl. sveitarfélaga og Guðrún Björk Bjarnadóttir (GBB) tiln. af SA, auk Þorbjarnar Guðmundssonar (ÞG) og Ingibjargar Broddadóttur (IB) starfsmanna.

1. Minnisblað frá 1. fundi stýrihópsins

Minnisblaðið samþykkt.

2. Nýr fulltrúi í stýrihópinn

Guðríður Ólafsdóttir, fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands og Þroskahjálpar, var boðin velkomin í hópinn.

3. Hópastarf

Lagt var fram vinnuskjal með tillögum um sex vinnuhópa og einn ráðgjafarhóp ásamt tillögum um formenn og nöfn hugsanlegra þátttakenda. Samþykkt að viðfangsefni vinnuhópanna verði eftirfarandi og formenn komi úr röðum fulltrúa í stýrihópnum:

  • Börn (0–18 ára), formaður Páll Ólafsson.
  • Ungmenni og ungt fólk (15–25 ára), formaður Kristján Sturluson.
  • Þeir sem standa/stóðu höllum fæti fyrir kreppu, formaður Vilborg Oddsdóttir.
  • Fjármál heimilanna, formaður Stella K. Víðisdóttir.
  • Fólk án atvinnu, formaður Sigurrós Kristinsdóttir.
  • Heilsufar og heilsugæsla, formaður Guðrún Sigurjónsdóttir.

Samþykkt að verkefni hvers hóps um sig verði að:

  • Kortleggja ástandið, leggja mat afleiðingar kreppunnar á markhópinn og tilgreina hvaða upplýsingar vantar til að skýr mynd fáist.
  • Taka saman yfirlit um það sem þegar hefur verið gert til að koma í veg fyrir alvarlegar/varanlegar afleiðingar efnahagsástandsins.
  • Leggja fram tillögur til úrbóta.
  • Hafa ævinlega í huga sjónarmið jafnréttis og athuga áhrif aðgerða/aðgerðaleysis á bæði kynin, á innflytjendur o.s.frv.

Ingibjörg Broddadóttir hafi umsjón með ráðgjafahópnum sem kanni hvað liggi fyrir af rannsóknum bæði innlendum og erlendum um áhrif og afleiðingar kreppunnar á fjölskyldur og einstaklinga og leggi fram tillögur um hvað þurfi að rannsaka og með hvaða hætti.

Hóparnir leggi fram greinargerðir á fundi stýrihópsins 13. mars 2009 sem verði efniviður í áfangaskýrslu stýrihópsins og áætlað er að liggi fyrir á fundi hópsins þann 20. mars.

Enn fremur kom til umræðu að stofna hóp sem skoði þann kostnað sem þekktur er nú þegar og fari yfir kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjalli um þann vanda sem er fyrir hendi vegna óljósra marka í kostnaði og geri grein fyrir því sem sveitarfélögum ber að gera lögum samkvæmt og þess sem þau gera án þess að þeim sé það skylt lögum samkvæmt. Ekki var talið tímabært að stofna slíkan hóp að svo komnu máli en samþykkt að taka það til athugunar síðar.

4. Fjölmiðlaumræða um efnahagsástandið

Rætt um opinbera umræðu um efnahagsástandið, einkum um áhrif neikvæðrar umræðu á börn og þá sem eru veikir fyrir, og hvort stýrihópurinn geti haft áhrif á að leiða þá umræðu inn á jákvæðari brautir. Dæmi eru um misvísandi fréttir sem valda fólki hugarangri. Samþykkt að ÞG hafi samband við Láru Ómarsdóttur.

Næsti fundur verður föstudaginn 6. mars 2009 kl. 14.00–16.00 hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Borgatúni 30.

Fundargerð ritaði Ingibjörg Broddadóttir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum