Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. mars 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins laust til umsóknar

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins heyra m.a. fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði.

Forstjóri ber ábyrgð á að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem heilbrigðisráðherra setur. Forstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem stofnunin veitir, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar.

Forstjóri skal hafa háskólamenntun og/eða reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi. Hann skal einnig hafa víðtæka þekkingu og reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu. Gerð er krafa um góða samskipta- og leiðtogahæfileika.

Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 1. maí 2009. Um kjör forstjóra fer skv. ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2006 um kjararáð.

Konur, jafnt sem karlar, eru hvött til að sækja um embættið.

Upplýsingar um starfið veita:
Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri ([email protected]) og
Sigurjón Ingi Haraldsson, skrifstofustjóri ([email protected]).

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist á:
Heilbrigðisráðuneytið,
Vegmúla 3,
150 Reykjavík

eða á [email protected] eigi síðar en 16. mars 2009

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.

Auglýsing um stöðu forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðiðsins (pdf 76 KB - opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum