Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. mars 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áhersla á grænan hagvöxt

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra og Heidi Grande Røys
Á hnattvæðingarþingi Norðurlanda

,,Norrænu ríkin gegna mikilvægu hlutverki við að knýja fram alþjóðlegar lausnir í loftslagsmálum". Þetta er meðal þess sem segir í sameiginlegri grein forsætisráðherra Norðurlandanna sem sátu norrænt hnattvæðingarþing á Íslandi 26. - 27. febrúar .

Í greininni segir að norrænu ríkin geti sýnt fram á að sameina megi hagvöxt og vistvæna framleiðslu. Takast megi á við viðfangsefni í umhverfismálum með því að styrkja samkeppnishæfni í krafti nýsköpunar og nýrra aðferða og mæta loftslagsvandanum með því að skapa græn störf í vistvænu samfélagi. Þetta kalla forsætisráðherrarnir grænan hagvöxt sem geti orðið öllum heiminum til framdráttar.

Grein forsætisráðherra Norðurlanda.

Frétt forsætisráðuneytisins um hnattvæðingarþingið.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum