Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. mars 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Starfsemi Landspítala og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands samhæfð

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að samhæfa starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og meginstarfsemi Landspítala. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, lýsti yfir þessu þegar hann heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurlands, starfsmenn og stjórnendur, og kynnti sér heilbrigðisþjónustuna sem starfsmenn veita á Selfossi og svæðinu öllu. Samhæfingu starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og meginstarfsemi Landspítala á að gera á skynsamlegum forsendum þeirra sem njóta þjónustunnar sagði heilbrigðisráðherra. Útfærslan á að liggja fyrir eftir miðjan mánuðinn og í nefndinni sem útfæra skal ákvörðun ráðherra er stefnt saman stefnumótunarsviði heilbrigðisráðuneytisins, fulltrúum almannasamtaka sem hafa látið sig starfsemina varða, og fulltrúar stofnananna sem í hlut eiga. Þessi eru í nefndinni: Hallgrímur Guðmundsson, sviðsstjóri stefnumótunarsviðs heilbrigðisráðuneytisins, formaður, Björn Zoëga, lækningaforstjóri á Landspítala, Jón Hjartarson, formaður bæjarráðs Árborgar, Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Rosemarie Þorleifsdóttir, fulltrúi Samtaka sunnlenskra kvenna, og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Ögmundur á Selfossi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, ávarpar heilbrigðisstarfsmenn á Selfossi þar sem hann hélt fundi með starfsmönnum og stjórnendum.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum