Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. mars 2009 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Fullgilding Árósasamningsins undirbúin

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað starfshóp til að undirbúa fullgildingu Árósasamningsins hér á landi. Verkefni starfshópsins er að gera tillögu um hvernig best sé að tryggja almenningi aðgang að réttlátri málsmeðferð við fullgildingu Árósasamningsins hér á landi. Auk þess er starfshópnum falið að gera tillögu um frekari vinnslu málsins í kjölfarið, þ.e. samningu nauðsynlegra lagafrumvarpa.

Nefnd sem falið var að fara yfir ákvæði Árósasamningsins skilaði skýrslu í september 2006 um nauðsynlegar aðgerðir til að uppfylla samninginn hér á landi. Í 5. kafla skýrslu nefndarinnar er gerð grein fyrir tveimur leiðum að innleiðingu þeirrar stoðar samningsins er varðar réttláta málsmeðferð í umhverfismálum og nauðsynlegar lagabætur í því sambandi. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. febrúar að fela umhverfisráðherra í samráði við utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra að ákveða hvor leiðin verði farin áður en undirbúningur að gerð lagafrumvarps hefst.

Starfshópinn skipa Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, formaður, Gunnar Narfi Gunnarsson, lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, og Helga Hauksdóttir, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu.

Heimasíða Árósasamningsins.

Bæklingur á ensku um Árósasamninginn.

Skýrsla nefndar sem var skipuð til að fara yfir efni Árósasamningsins og meta hvaða áhrif hann hefði í för með sér hér á landi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum