Hoppa yfir valmynd

Frétt

23. mars 2009 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs

Þann 19. mars afhenti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sendiherra Karolos Papoulias, forseta Grikklands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Grikklandi, með aðsetur í Ósló.

Mikill hlýhugur í garð íslensku þjóðarinnar kom fram í máli forseta og kvaðst hann þess fullviss að Íslendingar myndu vinna sig út úr þeim vanda sem nú væri við að eiga.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum