Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. apríl 2009 Innviðaráðuneytið

Ný könnun á opinberum vefjum

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009?Forsætisráðuneytið stendur fyrir þriðju könnuninni á opinberum vefjum á vor- og sumarmánuðum 2009. Markmiðið með könnuninni er að fylgjast með framþróun vefja ríkis og sveitarfélaga og þeirrar þjónustu sem almenningi og atvinnulífi er veitt er á vefjunum. Könnuninni er einnig ætlað að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og vera vettvangur nýrra hugmynda um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. Fyrirtækið Sjá ehf mun vinna úttektina fyrir forsætisráðuneytið.

Sambærileg könnun var gerð í fyrsta sinn 2005 og endurtekin 2007. Að henni stóðu forsætisráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Hér er að finna niðurstöður úr eldri könnunum:



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum