Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. apríl 2009 Utanríkisráðuneytið

Áhersla á mannréttindi í uppbyggingarstarfi í Afganistan

Á alþjóðlegri ráðstefnu um Afganistan sem haldin var í Haag í Hollandi 31. mars flutti Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra, ræðu fyrir Íslands hönd þar sem hún lagði áherslu á áframhaldandi vilja íslenskra stjórnvalda til að taka þátt í átaki alþjóðasamfélagsins við að aðstoða landið. Í ræðu sinni lagði hún sérstaklega áherslu á mikilvægi mannréttinda, ekki síst kvenréttinda, eigi uppbyggingarátakið að takast.  Í þessu sambandi lýsti hún yfir áhyggjum íslenskra stjórnvalda vegna framkominna vísbendinga um lagasetningu í Afganistan sem er til þess fallin að valda alvarlegu bakslagi í baráttunni fyrir kvenréttindum í landinu.  Utanríkisráðherrar Finnlands, Eistlands, Noregs og Svíþjóðar ásamt fulltrúum Íslands og Danmerkur áttu tvíhliða fund með Hamid Karzai forseta Afganistan og ræddu við hann áherslumál Norðurlandanna.

Ræða fulltrúa Íslands fylgir hér á eftir (á ensku).

 

 International Conference on Afghanistan: a Comprehensive Strategy in a Regional Context

 

Talking points of the Icelandic Head of Delegation, Ambassador Gréta Gunnarsdóttir, Director General for International and Security Affairs

 

Mr. Chairman,

 

I would like to start by thanking you and your Government for convening this conference and for your hospitality.

Iceland remains committed to continue its support for an Afghan-led development in accordance with the ANDS (Afghan National Development Strategy), while maintaining its civilian contribution to ISAF operations and funding to various UN bodies working within Afghanistan. In addition, my Government has laid a special emphasis on empowering Afghan women.

Iceland supports a stronger UNAMA which should, in close cooperation with the Afghan Government, spearhead and coordinate the international assistance to Afghanistan. 

Success in Afghanistan rests on a comprehensive approach where security, reconstruction and long term development move forward in a concerted manner.  Ensuring the protection of and promoting respect for human rights is an important component of this approach.  Special attention needs to be devoted to the rights of women.  In this regard I want to raise concern about a news piece which appeared in the Guardian this morning, already mentioned by a couple of other speakers.  If accurate, it indicates a serious backlash of women´s rights.

The upcoming elections will be a test of governance and transparency. The legitimacy of the election process rests upon a broad and equal participation by all Afghans, including women. 

The long term stability and security in the region requires the constructive participation of all of Afghanistan’s closest neighbors and key regional players in stabilization and development efforts.

 Thank you, Mr. Chairman

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum