Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. apríl 2009 Utanríkisráðuneytið

Bandaríkjaforseti og utanríkisráðherra ræða jarðhitasamstarf á NATO fundi

Obama_OS_edited-1
Obama_OS_edited-1

Á leiðtogafundi Altantshafsbandalagsins sem haldinn var Strassborg-Kehl um helgina átti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra viðræður við Barack Obama Bandaríkjaforseta um nánara samstarf ríkjanna tveggja á sviði jarðhitavinnslu. Obama forseti lýsti miklum áhuga á slíku samstarfi og kvaðst þekkja til forystu Íslands á því sviði. Hann sagði ríkisstjórn sína mjög einbeitta í því að þróa endurnýjanlega orkugjafa til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapa ný græn störf.

Áður en leiðtogafundinum lauk útnefndi Obama forseti einn af helstu ráðgjöfum sínum sem sérstakan tengil skrifstofu sinnar í Hvíta húsinu við Ísland á þessu sviði.



Obama_OS_edited-1
Obama_OS_edited-1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum