Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. apríl 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Vöxtur í starfsemi Sjúkraflutningaskólans

Mikil og vaxandi starfsemi einkenndi rekstur Sjúkraflutningaskólans á liðnu ári. Þetta kemur fram í skýrslu um starfsemi skólans. Rúmlega fimm hundruð manns sóttu þau 41 námskeið sem skólinn efndi til á árinu 2008 og mikil og jöfn eftirspurn hefur verið eftir að komast á námskeiðin sem skólinn hélt. Þess utan hafa bætzt við ný og fjölbreytileg verkefni sem falla undir starfsemi Sjúkraflutningaskólans.

Á árinu 2008 fór fram töluverð vinna vegna væntanlegra breytinga á námi sjúkraflutningamanna og er þá helst skírskotað til skýrslu sem gefin var út í janúar 2008 þar sem fram koma tillögur um breytingar á grunnnámi í sjúkraflutningum. Frekari vinna er fyrirhuguð í því samhengi sem mun vonandi leiða til bættrar menntunar í sjúkraflutningum.

Ársskýrsla Sjúkraflutningaskólans 2008 (pdf 347 KB – opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum