Hoppa yfir valmynd

Frétt

27. apríl 2009 Utanríkisráðuneytið

Sérfræðingur til starfa hjá Barnahjálp S.þ. í Súdan

UNICEF
UNICEF

Fulltrúi íslensku friðargæslunnar, Steinar Þ. Sveinsson, hélt í dag til starfa í Súdan í tveggja mánaða verkefni hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Steinar mun starfa á fjölmiðlaskrifstofu Barnahjálparinnar í höfuðborginni, Kartúm, við að miðla upplýsingum um aðstæður barna í Súdan og neyðaraðstoð Barnahjálparinnar þeim til handa, með sérstakri áherslu á Darfúr hérað. Íslenska friðargæslan hefur áður sent sérfræðinga til starfa á vegum Barnahjálparinnar í Súdan og nú starfar einn íslenskur sérfræðingur við vörustjórnun í suðurhluta landsins

Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi fallið í Darfúr síðan 2004 og að 4.7 milljónir manna hafi orðið fyrir beinum áhrifum af stríðsátökunum en nærfellt helmingur þeirra eru börn. Aðstoð Barnahjálparinnar við börn í Súdan er stærsta einstaka verkefni UNICEF í heiminum.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum