Hoppa yfir valmynd

Frétt

10. maí 2009 Innviðaráðuneytið

Loftferðasamningar mikilvægir öllum flugrekstri

Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði á ráðstefnu um rekstur flugfélaga að loftferðasamningar væru lykilinn að milliríkjasamskiptum í flugi og að nú stæðu yfir eða væru fyrirhugaðar viðræður Íslendinga við fjölmörg lönd.
Frá ráðstefnu um rekstur flugfélaga.
Frá ráðstefnu um rekstur flugfélaga. Kristján L. Möller í ræðustóli og John Wensveen í forgrunni.

Tækniskólinn hafði veg og vanda af skipulagningu ráðstefnunnar sem haldin var síðastliðinn föstudag. Þar greindu forráðamnn í íslenskum flugrekstri frá starfsemi félaga sinna og rektor School of Aviation, John Wensveen, ræddi um framtíð, uppbyggingu og verkefni í flugrekstri. Í máli hans kom meðal annars fram að vandi flugrekenda væri hinn sami um allan heim, hækkandi kostnaður og minnkandi tekjur vegna samdráttar í flutningum. Hann sagði alla vanta fjármagn og sagði að sveigjanleiki væri mikilvægur við núverandi aðstæður.

Samgönguráðherra sagði einnig í ræðu sinni að stjórnvöld þyrftu sífellt að meta hvar og hvernig unnt væri að reka þjónustu sína á hagkvæman og skilvirkan hátt. Sagði hann til dæmis til skoðunar að sameina rannsóknarnefndir samgönguslysa í eina og athugun stæði yfir á hugsanlegri sameiningu opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Þá sagði hann nauðsynlegt að marka stefnu í gjaldtökumálum. Í lokin sagðist ráðherra sannfærður um að þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í efnahagslífi myndu Íslendingar ná aftur góðu flugi.


Frá ráðstefnu um rekstur flugfélaga
Fjölmenni sat ráðstefnu um rekstur flugfélaga sem haldin var í Tækniskólanum á föstudag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum