Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. maí 2009 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-apríl 2009

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 20,7 ma.kr., sem er 49,1 ma.kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust um 9,5 ma.kr. lægri en í fyrra á meðan að gjöldin hækka um 42,5 ma.kr.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar-apríl 2005-2009

Í milljónum króna

2005

2006

2007

2008

2009

Innheimtar tekjur

114.301

124.598

149.248

160.788

151.271

Greidd gjöld

103.202

100.458

115.320

125.208

167.742

Tekjujöfnuður

11.099

24.140

33.928

35.581

-16.471

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.

-

-

-

-

-

Breyting viðskiptahreyfinga

1.993

207

-3.043

-7.202

-4.249

Handbært fé frá rekstri

13.092

24.347

30.885

28.379

-20.720

Fjármunahreyfingar

7.518

-2.478

-29.401

-2.354

8.176

Hreinn lánsfjárjöfnuður

19.356

21.869

1.484

26.025

-12.544

Afborganir lána

-29.826

-31.685

-32.024

-804

-1.337

Innanlands

-13.607

-9.179

-20.915

-700

-1.337

Erlendis

-16.219

-22.506

-11.109

-104

0

Greiðslur til LSR og LH

-1.200

-1.320

-1.320

-1.320

0

Lánsfjárjöfnuður, brúttó

-11.670

-11.136

-31.864

23.901

-13.881

Lántökur

13.949

6.456

46.052

9.701

43.706

Innanlands

2.169

2.910

41.661

9.701

37.138

Erlendis

11.780

3.545

4.391

-

6.568

Breyting á handbæru fé

2.279

-4.680

14.188

33.602

29.825



Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru rúmlega 151 ma.kr. sem er tæplega 10 ma.kr. lægri tekjur en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu rúmlega 159 ma.kr. og er frávikið því um 8 ma.kr. Munar þar mest um lægri skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni. Skatttekjur og tryggingagjöld námu tæplega 132 ma.kr. og drógust saman um 11,1% að nafnvirði og um 25,5% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags (VNV án húsnæðis). Aðeins hefur hægt á samdrættinum að raunvirði milli ára en hann er þó enn mikill eða um 25,8% þegar horft er á 4 mánaða meðaltal. Þá jukust aðrar rekstrartekjur ríkissjóðs umtalsvert á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tíma 2008 en þar munar mest um hærri vaxtatekjur.

Skattar á tekjur og hagnað námu um 63 ma.kr. og drógust saman um 2,6% að nafnvirði frá fyrsta þriðjungi ársins 2008. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga tæpum 30 ma.kr. sem er samdráttur um 4,5% að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila var rúmlega 5 ma.kr. og dróst saman um 31,1% að nafnvirði og fjármagnstekjuskattur nam um 28 ma.kr. sem er aukning um 8,2% frá sama tíma í fyrra. Innheimta eignarskatta var tæplega 2 ma.kr. sem er samdráttur um 41,6% frá fyrra ári, þar af voru stimpilgjöld rúmlega milljarður króna og drógust þau saman um 54,1%.

Innheimta almennra veltuskatta nam tæplega 52 ma.kr. á fyrsta þriðjungi ársins og dróst saman um 18,8% að nafnvirði á milli ára eða um 31,9% að raunvirði (m.v. hækkun VNV án húsnæðis). Þegar horft er á 4 mánaða meðaltal er raunlækkunin á milli ára enn mikil eða 31,7% (sjá mynd). Virðisaukaskattur nam um 37 ma.kr. á fyrstu fjórum mánuðum ársins og dróst saman um 8 ma.kr. frá sama tíma 2008. Samdrátturinn nemur 17,9% að nafnvirði og 31,2% að raunvirði. Virðisaukaskattur í aprílmánuði einum nam tæplega 9 ma.kr. en hann kemur af smásölu fyrir mánuðina janúar og febrúar. Þar af er um 0,9 ma.kr. vegna gjalddaga marsmánaðar en breyttar reglur um gjalddaga skattsins tóku gildi í mars og gilda til ársloka. Í marsmánuði var því aðeins þriðjungur virðisaukaskattsins á gjalddaga og hinir tveir þriðjungarnir áttu að koma til greiðslu í apríl og maí. Það virðast ekki allir hafa nýtt sér þessa frestun og er því einungis tæplega milljarður sem kemur inn í aprílmánuði. Af öðrum helstu liðum veltutengdra skatta er mestur samdráttur í vörugjöldum af ökutækjum eða 91,3% en nýskráningar bifreiða drógust saman um rétt tæplega 90% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu tæpum 2 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum voru rúmlega 12 ma.kr. sem er samdráttur um annars vegar 15,5% og hins vegar 9,8% á milli ára.

Greidd gjöld nema 167,7 ma.kr. og hækka um 42,5 ma.kr. frá fyrra ári, eða um 34%. Milli ára hækka útgjöld mest til almennrar opinberrar þjónustu eða um 17,2 ma.kr., þar sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs skýra 14,8 ma.kr. Þá hækka útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála um 12,8 ma.kr. sem skýrist að mestu með 7,5 ma.kr. hækkun útgjalda atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára og 2 ma.kr. vegna útgjalda lífeyristrygginga sem hækka um 14,0%. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 6,4 ma.kr. milli ára þar sem útgjöld til sjúkratrygginga skýra 3,8 ma.kr. og útgjöld til Landspítala aukast um 989 m.kr. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 4,4 ma.kr. og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 1,4 ma.kr. Útgjöld til menntamála aukast um 1,8 ma.kr. þar sem útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um tæpar 500 m.kr. milli ára. Útgjöld til löggæslu, réttargæslu og öryggismála lækka um 963 m.kr. milli ára. Breytingar í öðrum málaflokkum eru minni en þær sem áður hafa verið taldar. Útgjöldin eru 2,1 ma.kr. innan áætlunar og skýrist það að mestu af því að framkvæmdir í samgöngumálum og annarri fjárfestingu fara hægar af stað en gert hafði verið ráð fyrir.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er neikvæður um 13,9 ma.kr. í apríl á móti jákvæðum lánsfjárjöfnuði upp á 23,9 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 12,5 ma.kr. og lækkar um 38,6 ma.kr. á milli ára sem skýrist með lækkun á handbæru fé frá rekstri. Frá áramótum hefur ríkissjóður selt ríkisbréf fyrir um 60,7 ma.kr. og lækkað stofn ríkisvíxla um 23,6 ma.kr. Þá tók ríkissjóður lán frá Færeyjum í mars að fjárhæð 300 milljónir danskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna. Á móti námu afborganir 1,3 ma.kr. sem skiptist jafnt á milli spariskírteina og annarra lána ríkissjóðs.

Tekjur ríkissjóðs janúar-apríl 2007-2009

Milljónir króna

Breyting frá fyrra ári, %

2007

2008

2009

2007

2008

2009

Skatttekjur og tryggingagjöld

138.420

148.094

131.615

18,1

7,0

-11,1

Skattar á tekjur og hagnað

58.370

64.877

63.187

22,3

11,1

-2,6

Tekjuskattur einstaklinga

29.985

31.045

29.657

16,4

3,5

-4,5

Tekjuskattur lögaðila

7.678

7.842

5.400

-4,9

2,1

-31,1

Skattur á fjármagnstekjur

20.707

25.990

28.130

49,0

25,5

8,2

Eignarskattar

3.596

2.956

1.725

-0,7

-17,8

-41,6

Skattar á vöru og þjónustu

61.601

63.859

51.842

16,2

3,7

-18,8

Virðisaukaskattur

44.627

44.959

36.915

24,3

0,7

-17,9

Vörugjöld af ökutækjum

2.652

3.962

343

-35,5

49,4

-91,3

Vörugjöld af bensíni

2.855

2.757

3.019

1,5

-3,4

9,5

Skattar á olíu

2.310

2.494

2.160

14,3

8,0

-13,4

Áfengisgjald og tóbaksgjald

3.549

3.579

3.845

4,5

0,9

7,4

Aðrir skattar á vöru og þjónustu

5.606

6.107

5.561

17,9

8,9

-8,9

Tollar og aðflutningsgjöld

1.431

1.940

1.640

61,4

35,6

-15,5

Aðrir skattar

324

723

827

39,5

123,1

14,4

Tryggingagjöld

13.099

13.739

12.395

12,0

4,9

-9,8

Fjárframlög

355

57

140

40,4

-84,0

145,3

Aðrar tekjur

9.560

10.559

19.222

33,7

10,5

82,0

Sala eigna

568

2.077

294

-

-

-

Tekjur alls

148.904

160.788

151.271

19,5

8,0

-5,9



Gjöld ríkissjóðs janúar-apríl 2007-2009

Milljónir króna

Breyting frá fyrra ári, %

2007

2008

2009

2008

2009

Almenn opinber þjónusta

15 172

17 174

34 363

13,2

100,1

Þar af vaxtagreiðslur

4 905

4 980

19 770

1,5

297,0

Varnarmál

193

508

507

163,4

-0,2

Löggæsla, réttargæsla og öryggismál

5 355

6 410

5 447

19,7

-15,0

Efnahags- og atvinnumál

15 040

15 255

19 621

1,4

28,6

Umhverfisvernd

1 164

1 069

1 339

-8,2

25,3

Húsnæðis- skipulags- og veitumál

147

174

51

18,2

-70,7

Heilbrigðismál

29 468

31 278

37 652

6,1

20,4

Menningar- íþrótta- og trúmál

5 721

6 113

6 575

6,9

7,6

Menntamál

13 437

14 745

16 504

9,7

11,9

Almannatryggingar og velferðarmál

27 004

29 087

41 854

7,7

43,9

Óregluleg útgjöld

2 619

3 396

3 830

29,7

12,8

Gjöld alls

115 320

125 208

167 742

8,6

34,0

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum