Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. júní 2009 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Áætlun menntamálaráðuneytis til þriggja ára um ytra mat á gæðum kennslu og rannsókna

Hér meðfylgjandi er yfirlit yfir áætlun menntamálaráðuneytis um ytra mat á gæðum kennslu og rannsókna í íslenskum háskólum.

Í 13. gr.laga um háskóla nr. 63/2006 segir:  Menntamálaráðherra ákveður hvenær ytra mat á gæðum kennslu og rannsókna fer fram og gerir áætlanir um slíkt mat til þriggja ára. Jafnframt getur menntamálaráðherra ákveðið að láta fara fram sérstakt mat á háskóla eða einstökum einingum hans ef ástæða þykir til.

Ytra matið getur náð til háskóla í heild, einstakra vísinda- og fræðasviða, deilda, námsbrauta eða annarra skilgreindra þátta í starfsemi háskóla. Jafnframt getur ytra mat náð til nokkurra háskóla í senn.

 

Vor/ haust2009

1)      Eftirfylgni viðurkenningar. Listaháskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst.

2)     Eftirfylgni úttekta á hug- og raunvísindadeildum Háskóla Íslands

3)     Nám í ferðamálafræði til Bakkalár- og Meistaraprófs.

Haust 2009/vor 2010

1)      Nám í viðskiptafræði. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík.

2)      Nám í lögfræði. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst.

3)      Nám í guðfræði. Háskóli Íslands.

Vor/haust 2010

1)      Gæðakerfi háskóla.  Allir skólar.

2)      Félagsfræði.  Háskóli Íslands

3)     Lýðheilsu- og íþróttafræði. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík.

Haust 2010/vor 2011

1)      Hjúkrunarfræði/heilbrigðisvísindi . Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst

2)      Orkurannsóknir og auðlindafræði. Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, orkuskólar sem undir þessa skóla heyra.

3)     Myndlistabraut LHÍ.

Vor/haust 2011

1)      Kennaranám. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri.

2)     Verk- og tæknifræði. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík

3)     Alþjóðavæðing háskólastigsins. Allir skólar

Haust 2011/vor 2012

1)      Fjarnám við háskóla. Allir skólar

2)      Læknisfræði. Háskóli Íslands

3)     Eftirfylgni með doktorsnámi. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands.

 

Haft verður samráð við viðkomandi skóla um nánari útfærslu hverrar úttektar.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum