Hoppa yfir valmynd

Frétt

11. júní 2009 Dómsmálaráðuneytið

Birni L. Bergssyni hrl. falið að gegna hlutverki ríkissaksóknara í einstökum málum er heyra undir sérstakan saksóknara

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur falið Birni L. Bergssyni hrl. að gegna hlutverki ríkissaksóknara í einstökum málum sem heyra undir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar þess að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari tilkynnti ráðuneytinu þá ákvörðun sína að hann viki tímabundið sæti vegna fjölskyldutengsla í áðurnefndum málum.

Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur falið Birni L. Bergssyni hrl. að gegna hlutverki ríkissaksóknara í einstökum málum sem heyra undir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar þess að Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari tilkynnti ráðuneytinu þá ákvörðun sína að hann viki tímabundið sæti vegna fjölskyldutengsla í áðurnefndum málum.

Ráðuneytinu barst bréf ríkissaksóknara hinn 19. maí síðastliðinn og tók málið þegar til meðferðar. Niðurstaða ráðuneytisins og sérfræðinga á sviði réttarfars og stjórnsýslu var sú að ríkissaksóknari gæti ekki að óbreyttum lögum vikið sæti á grundvelli vanhæfis í einum málaflokki, heldur einungis á grundvelli einstakra mála. Að auki yrði ekki framhjá því litið að ákæruvaldið væri sjálfstætt og bæri ráðuneytinu að taka mið af því við úrlausn málsins. Dómsmálaráðherra hóf því þegar vinnu við að breyta lögum um sérstakan saksóknara með það að markmiði að setja sérstakan ríkissaksóknara yfir embætti hins sérstaka saksóknara auk þess sem ráðgert er að leggja til þá breytingu á lögum um rannsóknarnefnd Alþingis að tilkynningaskylda hennar fari ekki til ríkissaksóknara. Samhliða þessu er unnið að styrkingu embættisins m.a. með fjölgun saksóknara.

Björn L. Bergsson hrl. er fæddur 4. mars 1964 og lauk lagaprófi frá HÍ árið 1990. Hann hlaut héraðsdómsréttindi árið 1992 og varð hæstaréttarlögmaður árið 1999. Hann starfaði sem fulltrúi á Lögfræðiskrifstofu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. 1990–1993. Hann var fulltrúi á Lögmannsstofu Arnmundar Backman hrl. 1993–1995 en er nú einn eigenda Mandat lögmannsstofu. Björn var um árabil einn lögmanna Neyðarmóttöku vegna nauðgana. Hann er stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík á sviði opinbers réttarfars. Þá var hann ráðgjafi setts ríkissaksóknara í svonefndu Baugsmáli.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira