Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. júní 2009 Innviðaráðuneytið

Álit reikningsskila- og upplýsinganefndar um hafnir

Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur skilað áliti um framkvæmdakostnað hafna, um framlög vegna þeirra og um afskriftir.

Hafnasamband Íslands var með hugmyndir um breytingar á færslum og framsetningu upplýsinga og hafði látið vinna fyrir sig gögn.

Það er skemmst frá því að segja að niðurstaða reikningsskila- og upplýsinganefndar er sú að styrkir verði áfram færðir til lækkunar á kostnaðarverði framkvæmda hjá höfnum. Að öðru leyti er vísað í álit nefndarinnar.

Álit þetta verður ekki gefið út í prentuðu formi en það hefur verið sent sveitarfélögum og endurskoðendum þeirra auk þess sem það er birt hér á vefsíðu ráðuneytisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum