Hoppa yfir valmynd

Frétt

24. ágúst 2009 Utanríkisráðuneytið

Yfir 1000 manns á opnu húsi utanríkisráðuneytisins - Evrópuvefur opnaður

Málað andlit á Opnu húsi í ráðuneytinu á Menningarnótt 2009
malad-andlit2

Yfir eitt þúsund manns lögðu leið sína í utanríkisráðuneytið á opnu húsi á laugardag. Menningardagskrá, Evrópukynning og beint samband við starfsfólk sendiráðs Íslands í Brussel voru vel sótt, svo og kynning á starfi utanríkisþjónustunnar, þar sem gestum gafst kostur á að kynna sér þróunaraðstoð, gerð viðskiptasamninga, aðstoð við Íslendinga erlendis, þjóðréttarsamninga og þýðingar, varnar-, umhverfis- og auðlindamál, svo fátt eitt sé talið.

Utanríkisráðherra tók á móti gestum í anddyri og á skrifstofu sinni og opnaði ennfremur Evrópuvef ráðuneytisins þar sem verður að finna upplýsingar íslenskra stjórnvalda um það sem lýtur að umsókn Íslands og aðildarviðræðum við ESB, lýsing á skipulagi umsóknar- og aðildarviðræðuferilsins, helstu gögn og aðrar upplýsingar um þátttöku Íslands í Evrópusamvinnunni.

Þá var menningarkynning í ráðuneytinu sem tengist kynningu á íslensku menningar- og listalíf í sendiráðum Íslands erlendis. Opnuð var myndlistasýningin Icelandic art today, Hönnunarmiðstöð Íslands og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, ÚTÓN, kynntu starfsemi sína.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum