Hoppa yfir valmynd

Frétt

3. september 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Risavaxin verkefni framundan

Stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni standa frammi fyrir vandasamara verkefni en þeir hafa áður þurft að takast á við, segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra. Þetta sagði heilbrigðisráðherra á fundi með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu síðdegis í dag 3. septembar.

Á fundinum voru forstöðumenn allra heilbrigðisstofnana landsins. Fram kom í inngangserindi ráðherra að grunnþættirnir í þeirri framtíðarsýn heilbrigðisþjónustunnar, sem hann væri talsmaður fyrir, séu öryggi, gæði og virðing fyrir sjúklingum og starfsfólkinu í heilbrigðisþjónustunni. Þetta og áform um að færa þjónustu nær fólki og auka sérhæfingu á grundvelli öryggissjónarmiða varðaði veginn í skipulagsbreytingum heilbrigðisþjónustunnar sem ráðast þyrfti í.

Ráðherra lagði ríka áherslu á að sparnaðarkröfum yrði mætt með hagræðingu og skipulagsbreytingum sem hefðu sem allra minnstu röskun í för með sér fyrir sjúklinga. „Við erum samherjar, samstarfsfólk, við þurfum að hugsa heilbrigðisþjónustuna upp á nýtt, en ég dreg ekki fjöður yfir það að nú verða allir að taka á saman til að ná árangri“, sagði heilbrigðisráðherra. Á fundinum voru kynntar tillögur að lagabreytingum sem lagðar verða fyrir Alþingi á haustþingi, fjallað var um launa- og skipulagsmál, og farið yfir fjárhagsstöðu heilbrigðisstofnana.

Forstöðumenn heilbrigðisstofnana og starfsmenn ráðuneytisins funduðu í heilbrigðisráðuneytinu
Forstöðumenn heilbrigðisstofnana og starfsmenn ráðuneytisins funduðu í heilbrigðisráðuneytinu sídegis
Ráðherra ávarpar forstöðumenn heilbrigðisstofnana
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, ávarpar fundarmenn


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum