Hoppa yfir valmynd

Frétt

9. september 2009 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skipun vinnuhóps vegna fornleifarannsókna á Alþingisreit

Menntamálaráðherra hefur skipað vinnuhóp sem ætlað er að gera tillögur um stefnu að því er varðar fornleifarannsóknir á Alþingisreit
Alþingisreitur
IMG_1226

Menntamálaráðherra hefur skipað vinnuhóp sem ætlað er að gera tillögur um stefnu að því er varðar fornleifarannsóknir á Alþingisreit og næsta nágrenni og um varðveislu og sýningu á þeim fornleifum sem þegar hafa fundist.
Vinnuhópurinn er þannig skipaður:

  • Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins, formaður,
  • Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður,
  • Hjörleifur Stefánsson, arkitekt,
  • Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis,
  • Margrét Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Þjóðminjasafns Íslands,
  • Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins,
  • Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu og
  • Sigurður Einarsson, arkitekt.


Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn ljúki störfum fyrir 1. nóvember n.k.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum