Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. september 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra opnar nýjan vef Forvarnahúss

Föstudaginn 11. september síðastliðinn opnaði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra nýjan vef Forvarnahússins www.forvarnahusid.is

Á vefnum eru aðgengilegar og áreiðanlegar upplýsingar um alla flokka slysavarna. Sérstaklega er hugað að áhættuhópum s.s. börnum, öldruðum og ungum ökumönnum. Þar eru ýmsar upplýsingar um m.a. barnabílstóla, umferðaröryggi, slys í frítíma og slysavarnir barna.

Af vefnum má senda inn fyrirspurnir um öryggi og/eða ábendingar um slysahættur til sérfræðinga Forvarnahússins.

Myndir frá heimsókn Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra í Forvarnahúsið

 Heilbrigðisráðherra við opnun vefs Forvarnahúss                                                                                       

       

Opnun vefs Forvarnahúss 



 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum