Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. september 2009 Dómsmálaráðuneytið

Auglýst eftir leiguhúsnæði undir fangelsi

Ríkiskaup hafa nú auglýst, fyrir hönd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, eftir húsnæði til leigu til tveggja ára undir fangelsi.

Ríkiskaup hafa nú auglýst, fyrir hönd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, eftir húsnæði til leigu til tveggja ára undir fangelsi.Gerð er krafa um að húsnæðið sé utan þéttbýlis og fjarlægð frá Litla-Hrauni sé ekki meiri en svo að möguleikar séu á að samnýta þjónustu við fangelsið. Húsnæðið skal rýma 16-26 einstaklinga í einstaklings-og/eða tveggja manna herbergjum.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, þriðjudaginn 22. september 2009.

Sjá auglýsingu Ríkiskaupa: Húsnæði undir fangelsi óskast til leigu fyrir Fangelsismálastofnun.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira