Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. október 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Álfheiður Ingadóttir nýr heilbrigðisráðherra

Álfheiður Ingadóttir tekur við lyklavöldum að heilbrigðisráðuneytinu
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, tók síðdegis við lyklavöldum að heilbrigðisráðuneytinu úr hendi forvera síns, Ögmundar Jónassonar.

Álfheiður Ingadóttir er nýr heilbrigðisráðherra. Tók hún við embætti á ríkisráðsfundi í morgun.

Álfheiður Ingadóttir tekur við embætti heilbrigðisráðherra af Ögmundi Jónassyni, sem sagði af sér því embætti í gær. Álheiður var kjörin á Alþingi fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í kosningum 2007 í Reykjavíkurkjördæmi suður og var endurkjörin í kosningum í vor fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður. Áður sat Álfheiður sem varaþingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Álfheiður sat í h
eilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis 2007, heilbrigðisnefnd 2007-2009, iðnaðarnefnd 2007-, og allsherjarnefnd 2009. Hún var kjörin formaður viðskiptanefndar 2009, sat í kjörbréfanefnd 2009, og var í efnahags- og skattanefnd 2009. Heilbrigðisráðherra sat í Íslandsdeild Norðurlandaráðs á árinu 2009.

Álfheiður Ingadóttir varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971, lauk B.Sc.-próf í líffræði frá Háskóla Íslands 1975 og stundaði nám í þýsku og fjölmiðlun við Freie Universität í Vestur-Berlín 1976-1977.

Sjá nánari upplýsingar um heilbrigðisráðherra.

Mynd: Ögmundur afhendir Álfheiði lyklavöld að heilbrigðisráðuneytinu.

Ögmundur afhendir Álfheiði lyklana að ráðuneytinu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum