Hoppa yfir valmynd

Frétt

6. október 2009 Utanríkisráðuneytið

Standa þarf vörð um fjölhliða samstarf

Aðildarríkin geta því aðeins vænst þess að ná tökum á afleiðingum vandans að þau standi vörð um fjölhliða samstarf sitt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og tengdra stofnana. Koma verður í veg fyrir að neyðarástand skapist í þróunarríkjunum og fjari undan þeim árangri sem náðst hefur við að framfylgja þúsaldarmarkmiðum samtakanna. Setja þarf reglur um aðhald og eftirlit með alþjóðlegum fjármagnsflutningum og tryggja að stjórnir viðkomandi alþjóðastofnana einskorðist ekki við takmarkaðan ríkjahóp. Slíkar ráðstafanir þurfa að fylgjast að með markvissum endurbótum á öryggisráðinu og grípa þarf til aðgerða til að efla mannréttindastarf og koma í veg fyrir voðaverk gegn saklausum borgurum. Þetta var meðal þess sem fram komi í ávarpi fastafulltrúa, Dr. Gunnar Pálssonar, í umræðum allsherjarþingsins í gær um skýrslu framkvæmdastjóra, Ban-Ki-Moon, um störf samtakanna.Texti ávarpsins á ensku (PDF-skjal 345 Kb).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum