Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. október 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ráðherra leggur línur um stefnuna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði í ávarpi á umhverfisþingi síðastliðinn föstudag að brýnt væri að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og nefndi ýmsar aðgerðir sem grípa mætti til í þeim efnum á sviði samgöngumála.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði í ávarpi á umhverfisþingi síðastliðinn föstudag að brýnt væri að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og nefndi ýmsar aðgerðir sem grípa mætti til í þeim efnum á sviði samgöngumála.


Í samræmi við lög um samgönguáætlun hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra falið samgönguráði að hefja endurskoðun á samgönguáætlun til tólf ára, fyrir tímabilið 2011 til 2022. Um leið er samgönguráði falið að gera áætlun fyrir fyrsta fjögurra ára tímbilið sem hluta af þeirri áætlun.

Þar sem tólf ára samgönguáætlun áranna 2007 til 2018 var ekki samþykkt á Alþingi er enn í gildi samgönguáætlun fyrir 2003 til 2014 og telur ráðuneytið að vinna þurfi að endurskoðun gildandi fjögurra ára áætlunarinnar innan ramma hennar. Ráðherra fól samgönguráði því einnig að endurskoða fjögurra ára áætlunina sem gildi fyrir árin 2009 til 2012 með áherslu á árið 2010. Stefnt er að því að leggja þá endurskoðun fyrir Alþingi haustið 2009.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagði stefnu sína í samgöngumálum fyrir samgönguráð með bréfi í ágúst 2009. Sett eru eftirfarandi langtímamarkmið um samgöngur:

  • Greiðar
  • Hagkvæmar
  • Öruggar
  • Umhverfisvæn og sjálfbær samgöngukerfi
  • Jákvæð byggðaþróun

Í bréfi ráðherra er farið nánar yfir áherslur, fjármál, forgangsröðun og markmið áætlunarinnar. Niðurlag bréfsins er svohljóðandi:

,,Að lokum telur ráðuneytið mikilvægt að hugað sé að framtíðarþróun samgöngukerfisins og einstakra samgöngumáta í evrópsku samhengi. Jafnframt verði nú við vinnslu samgönguáætlunar að horfa til þess hvaða áhrif aðildarumsókn og hugsanleg innganga Íslands í Evrópusambandið hefur á uppbyggingu innviða innan ramma áætlunarinnar og áætlunina sjálfa.”

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira