Hoppa yfir valmynd

Frétt

14. október 2009 Utanríkisráðuneytið

Ástandið á Gaza óásættanlegt

Stjórnvöld í Ísrael verða að aflétta umsátursástandinu á Gaza, sem er óásættanlegt bæði fyrir íbúa svæðisins og alþjóðasamfélagið. Íslensk stjórnvöld viðurkenna réttmæt öryggissjónarmið Ísraels en telur þau ekki réttlæta valdbeitingu umfram tilefni og brot á alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindum. Skýrsla könnunarnefndar Sameinuðu þjóðanna (Goldstone-skýrslan) bendir til þess að báðir aðilar hafi gerst sekir um gróf brot gegn saklausu fólki. Fylgja þarf niðurstöðum skýrslunnar eftir og tryggja að glæpir verði upplýstir og hinir seku dregnir til ábyrgðar, að því er fram kom í meðfylgjandi ávarpi fastafulltrúa, Dr. Gunnars Pálssonar, í öryggisráðinu síðdegis (á ensku).



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum