Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. október 2009 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra stýrði í dag fundum norrænna utanríkisráðherra og utanríkisviðskiptaráðherra í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Utanríkisáðherra flutti sameiginlega skýrslu norrænu utanríkisráðherranna á þinginu, en hún fjallar um nánara samstarf Norðurlandanna í utanríkis- og öryggismálum. Þá sat ráðherra fund Vestnorræna ráðsins.

Á fundi utanríkisviðskiptaráðherranna var fjallað um viðspyrnu gegn verndarstefnu, innri markað Evrópusambandsins, aðildarumsókn Íslands að ESB, Doha-viðræðurnar og undirbúning loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember.

Utanríkisrráðherrarnir tóku fyrir eftirfylgni við skýrslu Thorvalds Stoltenbergs um öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum sem unnin var að beiðni utanríkisráðherranna. Ræddu þeir m.a. aukna samvinnu norrænu utanríkisþjónustanna. Utanríkisráðherrarnir sátu ennfremur fund forsætisnefndar Norðurlandanna sem fjallaði um Stoltenberg skýrsluna.

Þá fjölluðu utanríkisráðherrarnir um formennsku Svía í Evrópusambandinu, aðildarumsókn Íslands, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alþjóðamál, t.d. stöðu mála í Afganistan, Mið-Austurlöndum og Íran.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum