Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. nóvember 2009 Utanríkisráðuneytið

Ásakanir verður að rannsaka í kjölinn

Stjórnvöldum í Ísrael og Palestínu ber að rannsaka nánar niðurstöður skýrslu könnunarnefndar Sameinuðu þjóðanna (Goldstone-skýrslunnar) um að báðir aðilar hafi gerst sekir um gróf brot gegn saklausum borgurum. Báðir aðilar þurfa að axla ábyrgð og tryggja að aðilar sem gerst hafa sekir um alvarleg brot á alþjóðalögum séu sóttir til saka. Þá ber stjórnvöldum í Ísrael að aflétta umsátursástandinu á Gaza, sem er óásættanlegt bæði fyrir íbúa svæðisins og alþjóðasamfélagið. Íslensk stjórnvöld viðurkenna réttmæt öryggissjónarmið Ísraels en telja þau ekki réttlæta valdbeitingu umfram tilefni, að því er fram kom í meðfylgjandi ávarpi fastafulltrúa, Dr. Gunnars Pálssonar, í allsherjarþinginu síðdegis.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum