Hoppa yfir valmynd

Frétt

12. nóvember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Nýr Landspítali kynntur á Akureyri

Landssamtök lífeyrissjóða, heilbrigðisráðuneytið og Landspítali efna til sameiginlegs kynningarfundar um viljayfirlýsingu lífeyrissjóða og heilbrigðisráðherra um byggingu nýs Landspítala á Hótel KEA á Akureyri í dag, fimmtudaginn 12. nóvember 2009. Fundurinn hefst kl. 16:00.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra ávarpar fundinn og þeir sem kynna undirbúning og stöðu varðandi byggingu nýs Landspítala auk hennar og svara fyrirspurnum fundarmanna eru Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Stafa lífeyrissjóðs, Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri eignasviðs Landspítala, og Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnastjóri á Landspítala. Fundurinn er öllum opinn.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum