Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. nóvember 2009 Innviðaráðuneytið

Fagnað stórum áfanga í Bolungarvíkurgöngum

Fjölmargir íbúar Bolungarvíkur og margra nágrannasveitarfélaga fögnuðu á laugardag þegar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sprengdi síðustu sprengjuna í Bolungarvíkurgöngunum. Framundan er nokkurra mánaða vinna við að koma upp búnaði og við vegagerð.
Áfanga í Bolungarvíkurgöngum fagnað 28.11.09
Áfanga í Bolungarvíkurgöngum fagnað 28.11.09
Ósafl, dótturfélag Íslenskra aðalverktaka og hins svissneska Marti Contractors, hefur unnið við gangagerðina frá því snemmsumars 2008 og hófust sjálfar sprengingarnar síðar um sumarið. Göngin eru 5,1 km löng og vegir beggja megin ganganna um 3,7 km og á þeim eru einnig nýjar brýr, yfir Ósá og Hnífsdalsá.

Áfanga í Bolungarvíkurgöngum fagnað 28.11.09

Við athöfn í boði bæjarstjórnar Bolungarvíkur voru flutt fjölmörg ávörp og skemmtiatriði. Boðið var uppá veitingar, meðal annars rúmlega 5 metra langa kransaköku, ,,göng” sem viðstaddir gerðu góð skil. Að athöfninni lokinni var haldið inní göngin þar sem Kristján L. Möller. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sprengdi síðustu sprengjuna.

Í ávarpi sínu þakkaði ráðherrann meðal annars verktökunum og sagði verk þeirra bera vitni um mikla verkþekkingu og reynslu. Hann kvaðst viss um að Bolungarvíkurgöng muni breyta miklu fyrir Bolvíkinga og aðra sem eiga leið þar um. Samskiptin verði greiðari og öruggari og muni  leiða til nýrra tækifæra og leiða á svo mörgum sviðum.

 Áfanga í Bolungarvíkurgöngum fagnað 28.11.09

Við athöfnina í göngunum flutti Rúnar Ágúst Jónsson, staðarstjóri Ósafls, ávarp og prestarnir sr. Agnes Sigurðardóttir og Pjotr Gardoh fluttu blessunarorð. Gestum var úthlutað eyrnatöppum sem veitti ekki af og að lokinni sprengingunni bauð Ósafl uppá veitingar. Daginn eftir bauð verktakinn síðan uppá ferðir í göngin sem var vel þegið af fjölmörgum.

 Áfanga í Bolungarvíkurgöngum fagnað 28.11.09

Áfanga í Bolungarvíkurgöngum fagnað 28.11.09Áfanga í Bolungarvíkurgöngum fagnað 28.11.09

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum