Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Hækkun viðmiðunarfjárhæða tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur gefið út viðmiðunarfjárhæðir um tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða fyrir árið 2010. Fjárhæðirnar hækka um 7,51% í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverðs á liðnu ári.

Í reglugerð nr. 873/2001 er kveðið á um að sveitarfélög skuli setja sér reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða og hafa þær aðgengilegar almenningi. Við mat á félagslegum aðstæðum er meðal annars litið til húsnæðisaðstæðna viðkomandi, fjölskylduaðstæðna, heilsufars og vinnugetu. Auk þessa er miðað við að tekjur og eignir leigjenda í félagslegu leiguhúsnæði skuli ekki vera yfir tilteknum tekju- og eignamörkum og gefur félags- og tryggingamálaráðuneytið árlega út viðmiðunarfjárhæðir hvað þetta varðar. Breyting viðmiðunarfjárhæða miðast við árlega hækkun neysluverðsvísitölu 1. janúar ár hvert og nemur hækkunin nú 7,51%.

Frá og með 1. janúar 2010 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk skv. 23. og 24. gr. reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001, eftirfarandi:

  • Árstekjur einstaklings 3.610.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu 604.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hjón og sambúðarfólk 5.055.000 kr. 
  • Eignamörk verða 3.897.000 kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira