Hoppa yfir valmynd

Frétt

19. janúar 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Óbreyttar greiðslur aldraðra með óskertan lífeyri

Engar hækkanir verða á gjaldi fyrir heilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni fyrir aldraða sem fá óskertan ellilífeyri.

Þetta er efni reglugerðarbreytingar sem Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, gaf út eftir að í ljós kom eftir breytingu sem tók gildi 1. janúar sl., að komugjöld aldraðra, 67 til 69 ára sem njóta óskerts lífeyris, stóðu ekki í stað eins og til stóð.

Sú breyting sem nú hefur verið gerð á reglum um komugjöld í heilbrigðisþjónustunni fyrir þennan hóp þýðir að komugjöldin verða óbeytt og rétturinn til afsláttarskírteinis miðast við lægri upphæð en áður var. Á aldrinum 67 til 69 ára greiða þeir sem fá óskertan ellilífeyri, sem eru þeir einstaklingar sem standa hvað síst fjárhagslega, 500 krónur fyrir hverja komu á heilsugæslustöð, og rétt til afsláttarskírteinis fá þeir, þegar kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu fer yfir 6.500 krónur á almanaksárinu. Sá hópur aldraðra, 67 til 69, sem stendur betur að vígi fjárhagslega og greiddi áður fullt gjald á heilsugæslustöð greiðir eftir 1. janúar 2010 80% af fullu gjaldi.

Sjá nánar yfirlit yfir greiðsluþátttöku á vef Sjúkratrygginga Íslands

Reglugerð nr. 14/2010 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum