Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. janúar 2010 Innviðaráðuneytið

Stofnfundur FLUG-KEF á morgun

Á morgun, föstudaginn 29. janúar, verður haldinn í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu stofnfundur opinbers hlutafélags um rekstur Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf. Nafn hins nýja félags hefur ekki verið ákveðið.

Félagið er stofnað samkvæmt ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra með heimild í lögum nr. 153/2009 um stofnun opinbers hlutafélags um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur og tengda starfsemi. Félaginu er ætlað að taka yfir öll réttindi og allar skuldbindingar Flugstoða ohf. og Keflavíkurflugvallar ohf.

Tilgangur félagsins er að annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla landsins og fasteigna, flugleiðsöguþjónustu, þar með talda flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa og aðra starfsemi sem tengist flugrekstri og er nánar skilgreind í drögum að samþykktum félagsins sem lögð verða fram á stofnfundinum.

Stofnfundurinn hefst klukkan 13. Verður þar lögð fram tillaga að stofngerð fyrir félagið, tillaga að samþykktum og stofngögn undirrituð í framhaldi af því. Einnig verður hinu nýja félagi kjörin stjórn og í lokin mun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ávarpa fundinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum