Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. janúar 2010 Dómsmálaráðuneytið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í útlöndum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010, hefst í dag, 28. janúar, eins og hér innanlands. Búist er við því að kosið verði á u.þ.b. 235 stöðum í 84 löndum.
Utanríkisráðuneytið skipuleggur fyrirkomulag utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar erlendis sem fer fram í öllum sendiráðum Íslands og aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Shanghai og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis, samanber meðfylgjandi lista á vef utanríkisráðuneytisins..
Sjá frétt á vef utanríkisráðuneytisins hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum