Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. febrúar 2010 Innviðaráðuneytið

Umfangsmikið verkefni að sameina félögin

Nýskipuð stjórn félagsins FLUG-KEF ohf. kom saman til fundar þriðjudaginn 4. febrúar og ræddi fyrstu skrefin í starfi stjórnarinnar í því að sameina opinberu hlutafélögin Flugstoðir og Keflavíkurflugvöll. Þórólfur Árnason, formaður stjórnar, segir að framundan sé umfangsmikið verkefni.

Hluthafafundir vegna sameiningar Flugstoða og Keflavíkurflugvallar.
Hluthafafundir vegna sameiningar Flugstoða og Keflavíkurflugvallar.

Nýir stjórnarmenn tóku við stjórnartaumunum í opinberu hlutafélögunum Flugstoðum og Keflavíkurflugvelli á hluthafafundum í félögunum á þriðjudag. Í stjórnunum taka sæti sömu fulltrúar og eru í hinu nýstofnaða félagi FLUG-KEF ohf.

Stjórn nýja félagsins, sem skipuð var á stofnfundi þess 29. janúar, er þannig skipuð: Þórólfur Árnason formaður, Arngrímur Jóhannsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Rut Jónasdóttir, Ragnar Óskarsson og Jón Norðfjörð. Þau hafa nú tekið sæti í eldri félögunum tveimur.

Hluthafafundir vegna sameiningar Flugstoða og Keflavíkurflugvallar.

Í lok hluthafafundar þeirra þakkaði Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fráfarandi stjórnarmönnum fyrir vel unnin störf. Rifjaði ráðherrann upp að vel hefði tekist til í báðum tilvikum að hleypa opinberu hlutafélögunum af stokkunum og kvaðst hann bjartsýnn á að sameiningin nú tækist einnig vel.

Hluthafafundir vegna sameiningar Flugstoða og Keflavíkurflugvallar.

Stjórn nýja félagsins fundaði í kjölfarið og fjallaði um helstu verkefnin á næstunni. Þórólfur Árnason kveðst gera ráð fyrir að sameining félaganna gangi í gegn á næstu þremur mánuðum og á þeim tíma þurfi framlag stjórnarmanna að vera mikið. Innan stjórnarinnar sé góð blanda af fólki með víðtækan bakgrunn og einnig sé öflug varastjórn á hliðarlínunni sem muni sinna þessu sameiningarverkefni með stjórninni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum