Hoppa yfir valmynd

Frétt

13. mars 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Opin samkeppni um hönnun nýs hjúkrunarheimilis í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Boðað er til opinnar samkeppni um hönnun á nýju hjúkrunarheimili sem byggt verður á Eskifirði í Fjarðabyggð. Þetta er fyrsta heimili aldraðra sem verður hannað og skipulagt frá grunni samkvæmt viðmiðum sem félags- og tryggingamálaráðuneytisið hefur sett  um skipulag hjúkrunarheimila. Áætluð stærð byggingarinnar er 1500 m² að hámarki. Gert er ráð fyrir að hönnun hússins verði lokið vorið 2011 og að framkvæmdir hefjist þá um sumarið.

Viðmið ráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila byggjast á því að skapa umhverfi og aðstæður sem líkjast eins og kostur er því sem fólk á að venjast á hefðbundnum einkaheimilum en mæta engu að síður þörfum þeirra sem hafa skerta færni. Skipulaginu er ætlað að styrkja í framkvæmd þá hugmyndafræði að íbúunum verði eins og kostur er gert kleift að taka þátt í sem flestum athöfnum daglegs lífs og eiga hlut að ákvörðunum sem varða þá sjálfa og þeirra nánasta umhverfi. Breytt skipulag kallar einnig á breyttar áherslur í þjónustu þar sem markmiðið skal vera að veita hverjum og einum stuðning sem miðar að því að viðhalda getu hans, virkni og færni eins og kostur er og aðstoða hann við að takast á við breyttar aðstæður.

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra segir að nýja hjúkrunarheimilið á Eskifirði muni marka tímamót í byggingasögu stofnana fyrir aldraða hér á landi sem fyrsta heimilið skipulagt og hannað frá grunni samkvæmt nýrri hugmyndafræði. „Hér munum við sjá hugmynd verða að veruleika þar sem grunnur er lagður að mikilsverðum breytingum í öldrunarþjónustu til framtíðar.“

Framkvæmdasýsla ríkisins annast hönnunarsamkeppnina fyrir hönd ráðuneytisins en keppnin er haldin í samvinnu við Arkítektafélag íslands.  

Nánari upplýsingingar eru á vef Ríkiskaupa: http://www.rikiskaup.is/utbod/14838

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum