Hoppa yfir valmynd

Frétt

18. mars 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Óskað eftir tilnefningum til Varðliða umhverfisins

Nemendur Snælandsskóla í Hjólaríi.
Varðliðar úr Snælandsskóla

Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur óska eftir tilnefningum til Varðliða umhverfisins 2010, verkefnasamkeppni um umhverfismál á meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.

Skilafrestur verkefna er til 25. mars 2010 og þau skal senda umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merkt ,,Varðliðar umhverfisins”. Dómnefnd skipuð fulltrúum umhverfisráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur velur úr innsendum verkefnum og tilnefnir Varðliða umhverfisins. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og valin verkefni verða verðlaunuð af umhverfisráðherra á Degi umhverfisins þann 25. apríl 2010.

Nánar um keppnina og fyrri verðlaunahafa.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum