Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. mars 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar heilbrigðisráðuneytisins laust til umsóknar

Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar.

Heilbrigðisráðuneytið var formlega stofnað 1. janúar 1970 og hefur á hendi yfirstjórn, heildarstefnumótun og framkvæmd þeirra mála er undir það heyra. Fer ráðuneytið með mál er varða heilbrigðisþjónustu, þar á meðal lýðheilsu og forvarnir, þ.m.t. geislavarnir; heilsugæslu; sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir; heilbrigðisþjónustu á hjúkrunarheimilum; endurhæfingar- og meðferðarstofnanir; lyf og lækningatæki; starfsréttindi í heilbrigðisþjónustu.

Ráðuneytið fer einnig með sjúkra- og slysatryggingar almannatrygginga og sjúklingatryggingu.  Þá hefur ráðuneytið eftirlit með starfrækslu stofnana sem undir það heyra.

Skrifstofa yfirstjórnar annast samþættingu á starfsemi ráðuneytisins, auk sérstakra átaksverkefna svo sem viðvíkjandi breytingastjórnun. Skrifstofan sér um skipan stjórna, nefnda og ráða á vegum ráðuneytisins og fjallar einnig um rannsóknir og nýsköpun og önnur sóknarfæri í heilbrigðisþjónustu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu.
  • Þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar.
  • Hæfni í að leiða stefnumótun, samráð og undirbúning breytinga.
  • Hæfni í verkefnisstjórnun og áætlanagerð.
  • Forystu-, samskipta- og skipulagshæfni.
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að miðla hugmyndum í mæltu og rituðu máli á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá 15. maí 2010.  Um kjör skrifstofustjórans fer skv. ákvörðun kjararáðs, sbr. lög nr. 47/2006 um kjararáð.

Upplýsingar um starfið veita Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri ([email protected]) og Sigurjón Ingi Haraldsson, skrifstofustjóri ([email protected])

Umsóknir ásamt  upplýsingum um menntun og starfsferil sendist heilbrigðisráðuneytinu, Vegmúla 3, 150  Reykjavík eða á [email protected] eigi síðar en 12. apríl 2010.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.

 

Auglýsing um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar

(pdf 30KB - opnast í nýjum glugga)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum