Hoppa yfir valmynd

Frétt

30. mars 2010 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Lengri umsagnarfrestur fyrir drög að fjarskiptalagafrumvarpi

Ákveðið hefur verið að lengja umsagnarfrest vegna frumvarps um breytingar á fjarskiptalögum. Unnt verður að skila umsögnum til þriðjudags 6. apríl næstkomandi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að verða við beiðni fjarskiptaráðs og veita tveggja vikna viðbótarfrest til þess að skila inn athugasemdum við ofangreint frumvarp. Breytt hefur verið orðalagi í bráðabirgðaákvði frumvarpsdraganna og eru drögin með þeirri breytingu í viðhengi hér að neðan.

Þeir sem óska eftir að senda inn umsögn eru beðnir að gera það á netfangið [email protected].

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum