Hoppa yfir valmynd

Frétt

28. apríl 2010 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Hollandi

Stefán Haukur Jóhannesson afhenti í dag, 28. apríl, Beatrix Hollandsdrottningu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Hollandi með aðsetur í Brussel. Athöfnin fór fram í Noordeinde höllinni í Haag.

Sendiherra átti einnig fundi með ýmsum embættismönnum í Hollandi og ræddi m.a. tvíhliða samskipti ríkjanna og umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum