Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. maí 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Ræddi stöðu vegna eldgoss á fundi Sóttvarnastofnunar ESB

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, situr í dag og á morgun fund ráðgjafanefndar Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins, en fundurinn er haldinn í Stokkhólmi.

Nefndin er skipuð fulltrúum heilbrigðisyfirvalda í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. Á fundinum veitti sóttvarnalæknir upplýsingar um stöðu mála vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Jafnframt grennslaðist hann fyrir um hvort viðvaranir um ferðir til Íslands hefðu verið gefnar í Evrópu. Því var einróma vísað á bug, enda ekkert tilefni til slíkra viðvarana.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum