Hoppa yfir valmynd

Frétt

7. maí 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Samið við Mýflug um sjúkraflug í Vestmannaeyjum

Sjúkraflugvél Mýflugs
sjukraflugvel-Myflugs

Sjúkratryggingar Íslands ganga í dag frá tímabundnu samkomulagi við Mýflug vegna sjúkraflugs á Vestmannaeyjasvæði. Með samningnum verður þjónusta í sjúkraflugi vegna Vestmannaeyja tryggð. Flugfélag Vestmannaeyja, sem sinnt hefur fluginu undanfarið, hefur misst flugrekstrarleyfi sitt. Því hafa Sjúkratryggingar Íslands sagt upp samningi sínum við félagið.

Vél Mýflugs, sem þjónusta mun Vestmannaeyjar, er staðsett á Akureyri. Hún er af gerðinni Beechcraft King Air 200. Í vélinni er allur nauðsynlegur búnaður sem þarf til sjúkraflugs. Hún er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki frá Akureyri og sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði Akureyrar.

Skilgreindur viðbragðstími hjá Mýflugi er 35 mínútur frá því beiðni berst þar til flugvélin er tilbúin til flugtaks frá Akureyrarflugvelli. Vélin er hraðfleyg og er um 40-45 mínútur á leið til Vestmannaeyja.

Vél Landhelgisgæslunnar er reiðubúin að taka að sér sjúkraflug á Vestmannaeyjasvæði ef vél Mýflugs getur ekki lent í Vestmannaeyjum.

Í fyrra voru farin 86 sjúkraflug í Vestmannaeyjum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum