Hoppa yfir valmynd

Frétt

26. maí 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Nýtt hjúkrunarheimili í Borgarbyggð

Frá undirritun samningsins í Borgarbyggð
Frá undirritun samningsins í Borgarbyggð

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, undirrituðu í gær samning um byggingu 32 rýma hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Borgarnesi.

Nýja hjúkrunarheimilið leysir að hluta til af hólmi eldra húsnæði Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi en einnig verða gerðar á því endurbætur. Heimamenn annast hönnun og byggingu húsnæðisins sem fjármögnuð verður með láni frá Íbúðalánasjóði. Samkvæmt samningnum mun félags- og tryggingamálaráðuneytið greiða Borgarbyggð hlutdeild í húsaleigu vegna húsnæðisins sem ígildi stofnkostnaðar.

Bygging hjúkrunarheimilisins mun stórbæta alla aðstöðu heimilisfólks og færa hana til nútímalegs horfs eins og var orðið brýnt, sagði Árni Páll Árnason við undirritun samningsins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum