Hoppa yfir valmynd

Frétt

1. júní 2010 Utanríkisráðuneytið

Félagasamtök fá 46 milljónir til hjálparstarfs

Utanríkisráðuneytið hefur falið fjórum íslenskum félagasamtökum að verja rúmum 46 milljónum króna til alþjóðlegrar neyðar- og mannúðaraðstoðar á fyrri hluta þessa árs. Þessi upphæð rennur til verkefna í fimm löndum.

Barnaheill fá 10,5 milljón króna styrk til stuðnings stríðshrjáðum börnum í Norður-Úganda, Hjálparstarf kirkjunnar fær 10 milljónir króna til að svara hjálparbeiðni vegna neyðaraðstoðar ACT Alliance á Haíti og SOS barnaþorpin fá 10 milljónir króna sem renna til byggingar grunnskóla í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Rauði kross Íslands fær tvo styrki, annar er sex milljónir króna og rennur til heilsugæslu í dreifðum byggðum Afganistan og hinn er 10 milljónir, sem varið verður til flóðavarna í Mósambík.

Gert er ráð fyrir ákveðnu framlagi til neyðar- og mannúðaraðstoðar á vegum frjálsra félagasamtaka á fjárlögum, sem úthlutað er tvisvar á ári, vor og haust. Því til viðbótar ákvað ríkisstjórnin að bregðast við þeim miklu hörmungum sem jarðskjálftinn 12. janúar síðast liðinn kallaði yfir Haítíbúa. Félagasamtökin fengu þá 15 milljónir króna til ráðstöfunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum