Hoppa yfir valmynd

Frétt

21. júní 2010 Utanríkisráðuneytið

Varautanríkisráðherra Rússlands hittir utanríkisráðherra

OS-og-Titov-juni-2010Vladimir Titov, varautanríkisráðherra Rússlands, átti í dag fund með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Á fundinum ræddu þeir málefni norðurslóða og samskipti landanna, m.a. samvinnu í fiskveiðimálum, viðskiptum, orkumálum og menningarmálum. Þá fundaði Titov ennfremur með ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og öðrum embættismönnum.

Ísland og Rússland hafa átt gott samstarf á sviði sjávarútvegsmála, m.a. er varðar veiðieftirlit, hafrannsóknir og stjórnun sameiginlegra fiskistofna í Norður-Atlantshafi. Í október sl. var íslenskum skipum veittum fiskveiðikvóti í rússnesku efnahagslögsögunni sem nemur 5.497 tonnum í ár. Þá hafa löndin átt góða samvinnu í nýtingu jarðvarma í Rússlandi, m.a. á Kamtsjatka-skaga. Heimsótti Titov Hellisheiðarvirkjun að loknum fundinum með utanríkisráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum