Hoppa yfir valmynd

Frétt

2. júlí 2010 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmála- og mannréttindaráðherra á fundi með norrænum ráðherrum útlendingamála

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sat í dag, 2. júlí 2010, árlegan fund med norrænum ráðherrum útlendingamála í Borgå í Finnlandi.

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sat í dag, 2. júlí 2010, árlegan fund med norrænum ráðherrum útlendingamála í Borgå í Finnlandi. Ýmis málefni útlendingamála voru rædd á fundinum en efst á baugi voru þó málefni fylgdarlausra barna sem sækja um hæli ein síns liðs á Norðurlöndunum.

Þá voru rædd ýmis málefni tengd endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, einkum til Grikklands. Rædd var nauðsyn þess að öll ríki sem taka þátt í Dyflinnarsamstarfinu fullnægi þeim skilyrðum sem gerð eru til móttöku hælisleitenda og meðferðar á málum þeirra. Voru ráðherrarnir sammála um að hin norrænu ríki taki höndum saman við að finna leiðir til að tryggja það markmið.

Með ráðherra sátu fundinn Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, og Rósa Dögg Flosadóttir, lögfræðingur í dómsmala- og mannréttindaráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum