Hoppa yfir valmynd

Frétt

5. júlí 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra til Króatíu og Ungverjalands

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Króatíu og Ungverjalands í opinbera heimsókn. Hann mun eiga viðræður við æðstu ráðamenn beggja ríkja auk þess sem hann kynnir sér verkefni sem íslensk fyrirtæki standa að í báðum löndum.

Heimsókn utanríkisráðherra hefst í Króatíu þar sem hann hittir utanríkisráðherra landsins, Gordan Jandrokovic. Þá mun utanríkisráðherra eiga fund með forseta landsins, dr. Ivo Josipovic, svo og öðrum ráðherrum. Utanríkisráðherra verður einnig viðstaddur undirritun samstarfssamnings milli verkfræðistofunnar Eflu og Energy Institute Hrovje Pozar um jarðhitaverkefni í Króatíu.

Á miðvikudag heldur utanríkisráðherra til Ungverjalands, þar sem hann á fundi með János Martonyi, utanríkisráðherra landsins og Pal Schmitt, forseta þingsins og nýkjörnum forseta. Ennfremur mun Össur halda til borgarinnar Szentlorinc til að kynna sér jarðhitaverkefni sem íslenska verkfræðistofan Mannvit vinnur að.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum