Hoppa yfir valmynd

Frétt

4. ágúst 2010 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um héraðsvegi til umsagnar

Drög að reglugerð um héraðsvegi er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Þeir sem þess óska geta sent umsagnir sínar á netfangið [email protected] til 18. ágúst næstkomandi.

Héraðsvegir í gildandi lögum töldust safnvegir í eldri lögum og einnig telst hluti af þeim vegum sem áður voru tengivegir nú til héraðsvega. Bar Vegagerðin allan kostnað af gerð og viðhaldi safnvega samkvæmt eldri lögum en í gildandi vegalögum skal skráður eigandi fasteignar greiða helming kostnaðar við lagningu nýs héraðsvegar, sbr. 20. gr. vegalaga nr. 80/2007. Í reglugerðardrögum þessum er ákvæði 20. gr. nánar útfært.

Reglugerðardrögin fjalla um kostnaðarhlutdeild fasteignareiganda vegna lagningar héraðsvegar og málsmeðferð í tengslum við upptöku nýrra héraðsvega. Sérstaklega eru talin upp þau skilyrði sem umsóknir um nýjan héraðsveg þurfa að uppfylla og málsmeðferðarreglur eru tíundaðar. Getur Vegagerðin meðal annars krafist þess að umsækjandi leggi fram tryggingu frá banka, tryggingafélagi eða öðru viðurkenndu fjármálafyrirtæki fyrir greiðslu hluta eða alls áætlaðs kostnaðar. Einnig er Vegagerðinni heimilt að hafna umsókn þrátt fyrir að skilyrði vegalaga kunni að vera uppfyllt hafi umsækjandi hafið vegaframkvæmdir án leyfis eða samráðs við stofnunina. Nánar er kveðið á um hvað telst til kostnaðar við lagningu nýs héraðsvegar og hvernig innheimtu kostnaðar skuli háttað.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum