Hoppa yfir valmynd

Frétt

16. ágúst 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Ný stjórn Sjúkratrygginga skipuð

Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja stjórn Sjúkratrygginga Íslands frá og með 15. ágúst. Stjórnin er skipuð til fjögurra ára.

Ný stjórn er þannig skipuð:

Dagný Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur og deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, formaður
Til vara: Hólmfríður Grímsdóttir lögfræðingur.

Garðar Mýrdal, eðlisfræðingur
Til vara: Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari

Jóhannes Pálmason, lögfræðingur
Til vara: Björg Bára Halldórsdóttir, nemi

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður
Til vara: Ellert Schram, fyrrv. alþingismaður

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Til vara: Stefán Jóhann Stefánsson, þjóðhagfræðingur

Fyrri stjórn Sjúkratrygginga var skipuð 28. janúar 2008 skv. ákvæði til bráðabirgða við lög nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu.

Var stjórninni í skipunarbréfi falið að taka þátt í undirbúningsvinnu við að koma hinni nýju stofnun á fót. Jafnframt var tilgreint var að henni yrði sett erindisbréf þegar ný löggjöf um stofnunina hefði tekið gildi. Lög um sjúkratryggingar nr. 112/2008, þar sem kveðið er á um starfsrækslu Sjúkratryggingastofnunar, tóku gildi 1. október 2008. Fyrrgreint erindisbréf stjórnar Sjúkratrygginga hefur þó ekki verið sett og hefur stjórnin starfað án erindisbréfs.

Mat heilbrigðisráðuneytisins var að tímabært væri að skipa stofnuninni stjórn til frambúðar í samræmi við 6. gr. laga um sjúkratryggingar nr. 112/2008.

Helstu verkefni stjórnar Sjúkratrygginga eru að staðfesta skipulag stofnunarinnar, útbúa árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Skal stjórnin hafa eftirlit með starfsemi stofnunarinnar og að rekstur hennar og greiðslur vegna sjúkratryggðra séu innan ramma fjárlaga á hverjum tíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum